Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Birtingahúsið gefur Krafti góða gjöf

22. desember 2014

Það voru auðfúsugestir sem komuí heimsókn á skrifstofu Krafts í morgun. Hugi Sævarsson og Íris Hrund Bjarnadóttir, frá Birtingahúsinu, færðu Krafti vandaðan Canon prentara sem jafnframt er skanni. Þessi gjöf til Krafts kom í stað þess að senda jóakort til viðskiptavina fyrirtækisins. Kraftur er afar þakklátur Birtingahúsinu fyrir þessa rausnarlegu gjöf sem kemur sér einkar … Lesa áfram „Birtingahúsið gefur Krafti góða gjöf“

Sannur jólaandi Örvars Þórs Guðmundssonar

12. desember 2014

Örvar Þór hefur undanfarin ár í desember staðið fyrir fjársöfnun á Facebook-síðu sinni til þess að styrkja þá sem eiga erfitt vegna veikinda. Í ár safnaði hann tæpum 1.600.000 krónum sem hann deildi niður á 12 fjölskyldur. Örvar leitaði til Krafts þar sem hann vissi að margir einstaklingar, sem greinst hafa með krabbamein, bæru þungan … Lesa áfram „Sannur jólaandi Örvars Þórs Guðmundssonar“

Alla leið styrkir Neyðarsjóð Krafts með jólakertasölu

29. nóvember 2014

Alla leið hefur í samstafi við Kraft hafið söfnun fyrir Neyðarsjóð Krafts með árlegri jólakertasölu. Allur ágóði af sölunni mun renna óskiptur til Neyðarsjóðs Krafts. Sjóðurinn mun koma til með að styðja við ungt fólk með krabbamein sem lendir í fjárhagslegum erfiðleikum vegna veikinda sinna og hækkandi greiðslubyrgði einstaklinga í heilbrigðiskerfinu. Jólakertin verða til sölu … Lesa áfram „Alla leið styrkir Neyðarsjóð Krafts með jólakertasölu“

ASK arkitektar bjóða öllu starfsfólki sínu á styrktartónleika Krafts

16. september 2014

ASK arkitektar gerðu sér lítið fyrir og buðu öllu starfsfólki sínu og mökum á tónleika Krafts í Hörpu annað kvöld. Kraftur þakkar fyrirtækinu kærlega fyrir og bendir öðrum fyrirtækjum á að enn eru til miðar og því góð hugmynd að gleðja starfsfólkið sitt og styrkja Neyðarsjóð Krafts í leiðinni.

Atlantsolía, tryggur styrktaraðili Krafts, býður í Húsdýragarðinn.

4. september 2014

Viltu bjóða fjölskyldunni í Húsdýragarðinn um helgina? Yngsta kynslóðin elskar Húsdýragarðinn en næsta helgi er sú síðasta sem tækin eru opin áður en vetrardagskráin hefst. Húsdýragarðurinn og Atlantsolía bjóða dælulykilshöfum og fjölskyldum þeirra frítt í garðinn um helgina sem verður opinn milli 10 og 17 laugardag og sunnudag,  þ.e. dagana 6. og 7. september.  Dælulykilshafar … Lesa áfram „Atlantsolía, tryggur styrktaraðili Krafts, býður í Húsdýragarðinn.“

Gerum Kraftaverk – Styrktartónleikar Krafts

26. ágúst 2014

Í tilefni af 15 ára afmælisári Krafts mun félagið efna til Styrktartónleika í Norðuljósasal Hörpu miðvikudaginn 17.september kl. 20. Allur ágóði af tónleikunum mun renna í neyðarsjóð Krafts sem stofnaður verður formlega þann 1.október á afmælisdegi félagsins. Sjóðurinn á að styðja við bakið á ungu fólki sem hefur ekki efni á að greiða læknis- og … Lesa áfram „Gerum Kraftaverk – Styrktartónleikar Krafts“

Nýtt logo Krafts

14. ágúst 2014

Ágætu félagar. Þann 1. október n.k. verður félagið okkar, Kraftur, 15 ára.  Við munum minnast þessara tímamóta á ýmsan hátt og verður fjallað um það sérstaklega síðar. Einn liðurinn í 15 ára afmæli Krafts er að taka í notkun nýtt merki (lógó) félagsins. Það er auglýsingastofan Hvíta húsið sem á heiðurinn að nýja merkinu og … Lesa áfram „Nýtt logo Krafts“

Rausnarlegur styrkur frá fyrirtækinu „Gengur vel ehf“ til útgáfu bókarinnar „Þegar foreldri fær krabbamein“.

28. maí 2014

Í útgáfuhófi bókarinnar „Þegar foreldri fær krabbamein“ afhenti fyrirtækið „Gengur vel ehf“ Krafti kr. 1.000.000 sem styrk til útgáfu bókarinnar. Fyrirtækið selur m.a. Benecos, lífrænt vottaðar snyrtivörur sem eru lausar við öll skaðleg aukaefni. Ekki sakar að þær eru mjög ódýrar og henta því vel öllum konum sem gera kröfur um vandaða vöru á góðu … Lesa áfram „Rausnarlegur styrkur frá fyrirtækinu „Gengur vel ehf“ til útgáfu bókarinnar „Þegar foreldri fær krabbamein“.“

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni