Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Núvitund fyrir ungmenni

6. september 2016

Ráðgjafarþjónustan býður upp á námskeið í núvitund fyrir aðstandendur á aldrinum 16-22 ára. Námskeiðið er byggt á Mindfulness-based Cognitive Therapy (MBCT). Í núvitundarþjálfun er tvinnað saman aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar og sálfræði austrænnar visku. Rannsóknir hafa sýnt fram á að núvitundarþjálfun hefur jákvæð áhrif á vellíðan, getur aukið gæði daglegs lífs, bætt heilsufar, dregið úr streitu, … Lesa áfram „Núvitund fyrir ungmenni“

Nýr sálfræðingur Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar

15. ágúst 2016

Þorri Snæbjörnsson hefur tekið við sem sálfræðingur Krafts af Eddu M. Guðmundsdóttur. Þorri er klínískur sálfræðingur og hefur hafið störf hjá Krafti og  Ráðgjafarþjónustunni. Hann er ráðinn í 50% stöðu sem mun skiptast niður í að veita sálfræðiaðstoð, sinna stuðningsneti Krafts ásamt öðrum verkefnum. Um er að ræða tilraunaverkefni Krafts og Ráðgjafarþjónustunnar. Þorri útskrifaðist sem … Lesa áfram „Nýr sálfræðingur Krafts og Ráðgjafaþjónustunnar“

Golfmót til minningar um Kára!

11. ágúst 2016

Vinir og ættingjar Kára Arnar standa fyrir Káramótinu í samstarfi við Golfklúbb Mosfellsbæjar. Mótið er minningarmót um Kára Örn Hinriksson sem lést síðastliðinn vetur. Mótið verður haldið á sunnudaginn 14.ágúst á Hlíðarvelli. Leikið verður með texas scramble fyrirkomulagi þar sem tveir og tveir spila saman í liði. Ræst verður út af öllum teigum klukkan 16:00 og … Lesa áfram „Golfmót til minningar um Kára!“

Glaðningur á Landsmóti hestamanna

4. júlí 2016

Þessi ljósmynd var tekin við afhendingu á myndarlegum styrk til Krafts og Neistans. Það var Hrossarækt og Aurora foundation sem stóðu að þessari söfnun í minningu Einars Öder, hestamanns, sem lést langt um aldur fram. Á myndinni eru frá vinstri, Snorri Kristjánsson og Magnús Benediktsson frá Hrossarækt ehf., þá mæðgurnar Svanhvít Kristjánsdóttir og Dagmar Öder, … Lesa áfram „Glaðningur á Landsmóti hestamanna“

Netverslun Krafts

1. júní 2016

Nú LOKSINS gefst fólki tækifæri á að versla vörur okkar inn á netverslun Krabbameinsfélagsins. Allur ágóði af sölunni rennur beint til starfsemi félagsins sem styður við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Hægt er að smella hér efsti til hægri á síðunni eða fara inn á þennan link: https://vefverslun.krabb.is/collections/kraftur  Vörur sem eru … Lesa áfram „Netverslun Krafts“

Black feathers

17. maí 2016

Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með lífhimnukrabbamein aðeins 34 ára gömul. Hún bloggar um baráttu sína við krabbamein, ferðalögin um heiminn, ástina sem hún fann í Indlandi og hennar sýn á lífið. Orð sem veita manni svo sannarlega innblástur. Hér getið þið fylgst með blogginu hennar: https://www.blackfeathers.is/

Krafts-blaðið komið út

12. maí 2016

Krafts-blaðið er komið út. Meðal efnis í blaðinu er viðtal Bergljótar Davíðsdóttur við systkinin Söndru, Indriða Hrannar og Bjarndísi Helgu um móðurmissi fyrir nokkrum árum, viðtal Orra Páls Ormarssonar við Kristínu Þórsdóttur, sem er gift ungum manni, sem greinst hefur tvisvar með heilakrabbamein, og umfjöllun um átakið #shareyourscar. Hlín Axelsdóttir skrifar einnig athyglisverða grein um … Lesa áfram „Krafts-blaðið komið út“

Miðstöð um síðbúnar afleiðingar krabbameina hjá börnum og unglingum loksins að veruleika

1. maí 2016

Miðstöð síðbúinna afleiðinga er fyrir einstaklinga sem fengu krabbamein sem börn eða unglingar og eru lausir við sjúkdóminn. Almennt verður boðið upp á reglubundna eftirfylgd upp að 25 ára aldri, hversu oft fer eftir eðli sjúkdóms. Einstaklingum eldri en 25 ára sem fengu meðferð 1981 eða síðar verður boðið að koma í a.m.k. eitt viðtal. … Lesa áfram „Miðstöð um síðbúnar afleiðingar krabbameina hjá börnum og unglingum loksins að veruleika“

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni