Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Dagskrá Krafts í júlí

28. júní 2019

Nú er komið hásumar og margir farnir að huga að sumarfríum en Kraftur fer ekki í sumarfrí heldur verður með opið í Skógarhlíðinni mánudaga til fimmtudaga 9:00 til 16:00 þar sem unnt er að koma og fá ráðgjöf og stuðning.  Í júlí verðum við líka með viðburði á hverjum miðvikudegi þar sem við einblínum á … Lesa áfram „Dagskrá Krafts í júlí“

Krabbamein fer ekki í frí

27. júní 2019

Krabbamein fer ekki í frí er vitundarvakning Krafts sem snýr að því að vekja athygli á því að þótt fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Oft getur verið minni starfsemi og þjónusta yfir sumartímann í heilbrigðisgeiranum og kvartar fólk oft undan takmarkaðri þjónustu. Vitundarvakning Krafts er tvenns konar. Annars vegar mun … Lesa áfram „Krabbamein fer ekki í frí“

Bókun/Tripadvisor perlar af Krafti

26. júní 2019

Nýverið lögðu starfsmenn Bókun / Tripadvisor á Íslandi Krafti lið og perluðu armbönd til styrktar félaginu. Starfsmennirnir perluðu alls um 350 armbönd til stuðnings félaginu. Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar vinnustaðir taka sig saman og leggja hönd á perlu til að styðja við bakið á félaginu. Starfsmenn og stjórn Krafts þakka Bókun / Tripadvisor … Lesa áfram „Bókun/Tripadvisor perlar af Krafti“

Fuck Cancer Fjallahjólamót til styrktar Kraftsfélögum

21. júní 2019

Laugardaginn 8. júní var haldið Fuck Cancer Fjallahjólamót í Hlíðafjalli á Akureyri. Hópurinn Fuck Cancer – Því lífið er áskorun stóð fyrir viðburðinum og rann allur ágóði mótsins í Neyðarsjóð Krafts. Sjóðurinn styrkir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein sem lendir í fjárhagsörðugleikum vegna veikinda sinna. Þetta var í annað sinn sem hópurinn stóð … Lesa áfram „Fuck Cancer Fjallahjólamót til styrktar Kraftsfélögum“

Sól og sumarstemning á Sumargrilli Krafts

Fimmtudaginn 20. júní hélt Kraftur hið árlega Sumargrill sitt í Guðmundarlundi í Kópavogi. Öllu var til tjaldað á Sumargrillinu þetta árið þar sem það var hluti af afmælisársdagskrá Krafts. Um 200 manns komu og nutu frábærar skemmtunar og samvista með öðrum Kraftsfélögum. Sirkus Íslands var á svæðinu með andlitsmálningu, blöðrudýr og kandífloss fyrir yngstu kynslóðina … Lesa áfram „Sól og sumarstemning á Sumargrilli Krafts“

Rokkað gegn krabbameini!

6. júní 2019

Í maí hélt Tónasmiðjan í Norðurþingi tónleikasýninguna „Lífið er núna – ROKKUM gegn krabbameini“ á Húsavík. Þar komu einstaklingar, einsöngvarar, stórhljómsveit og bakraddir saman og héldu glæsilega sýningu sem var jafnframt minningar- og styrktartónleikar. Tónleikarnir voru til minningar um fólk sem hefur látið lífið vegna krabbameins og voru þeir haldnir til styrktar Krafti. Um 25 … Lesa áfram „Rokkað gegn krabbameini!“

Dagskrá Krafts í júní

3. júní 2019

Sumarið er þvílíkt að byrja vel hjá okkur og er sólin að leika við okkur. Því verðum við með fullt af útiveru hjá Krafti í júní, fjallgöngur, klifur og sumargrill svo eitthvað sé nefnt. En hér er dagskrá júní. Þú getur smellt hér til að nálgast hana sem pdf og þá geturðu smellt á hvern og einn … Lesa áfram „Dagskrá Krafts í júní“

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS