Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Dagskrá Krafts í júlí

30. júní 2020

Við hjá Krafti vekjum athygli á því núna í júlí að þó fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Við höfum því tekið saman opnunartíma hjá þjónustuaðilum sem sinna krabbameinsveikum og aðstandendum. Þú getur séð allt um það hér. Þjónusta Krafts dregst saman yfir sumartímann. Hóparnir okkar; StelpuKraftur, StrákaKraftur, FítonsYoga, FítonsKraftur og … Lesa áfram „Dagskrá Krafts í júlí“

Rannsókn Krabbameinsfélagsins – Áttavitinn

Krabbameinsfélagið stendur nú yfir rannsókninni Áttavitinn.  Rannsóknin miðar að því að kortleggja reynslu þeirra sem greinst hafa með krabbamein af greiningar- og meðferðarferlinu. Niðurstöðurnar verða nýttar til að vekja athygli á hvar úrbóta er þörf. Rannsóknin hófst 8. júní síðastliðinn þegar boðsbréf voru send til tæplega 5000 einstaklinga sem greindust með krabbamein á árunum 2015 … Lesa áfram „Rannsókn Krabbameinsfélagsins – Áttavitinn“

Sumarstemning í Guðmundarlundi 

26. júní 2020

Fimmtudaginn 25. júní hélt Kraftur hið árlega Sumargrill sitt í Guðmundarlundi í Kópavogi.  Þar komu félagsmenn saman og nutu líðandi stundar. Afskaplega skemmtileg stemning var á svæðinu og blíðskaparveður. Vally trúður skemmti öllum og mætti ásamt Sirkus Íslands með andlitsmálningu og kandífloss.  Reiðskólinn Hestalíf var með hesta og gátu krakkarnir látið teyma sig á þeim. … Lesa áfram „Sumarstemning í Guðmundarlundi „

Vinningsfjárhæðin rann til Krafts

22. júní 2020

Krakkarnir í 10. bekk í Sandgerðisskóla tóku þátt í Fjármálaleikunum 2020 sem haldnir voru í þriðja sinn í mars. Þau lentu í 3. sæti í ár og fengu 50.000 krónur í verðlaun. Í stað þess að fara eitthvert saman ákvað hópurinn að láta peningaupphæðina renna til Krafts. „Okkur er afar kært þegar almenningur hugsar til … Lesa áfram „Vinningsfjárhæðin rann til Krafts“

Snjódrífurnar leggja af stað á Vatnajökul

5. júní 2020

Snjódrífurnar sem standa að baki átaksverkefninu, Lífskraftur, leggja af stað í göngu sína yfir Vatnajökul sunnudaginn 7. júní. Markmiðið með Lífskrafti er að safna áheitum fyrir okkur í Krafti og Líf, styrktarfélagi kvennadeildar Landspítalans. Liður í göngunni er jafnframt að minna á mikilvægi útivistar og sjálfseflingar í endurhæfingu og hvetja þær landsmenn til að ganga … Lesa áfram „Snjódrífurnar leggja af stað á Vatnajökul“

Ný stjórn kosin á tuttugasta aðalfundi félagsins

4. júní 2020

Það er gaman að segja frá því að 20.aðalfundur Krafts var haldinn í húsakynnum Krafts í Skógarhlíð 8 í vikunni. Þar var að venju farið yfir starfsár stjórnar sem var mjög viðburðarríkt bæði út af afmælisári félagsins sem og aukinni þjónustu sem félagið byrjaði að veita, farið yfir ársreikning félagsins og önnur aðalfundarstörf. Gerðar voru … Lesa áfram „Ný stjórn kosin á tuttugasta aðalfundi félagsins“

Dagskrá júnímánaðar

Það er komið sumar og það gleður okkur að segja frá því að hið árlega Sumargrill Krafts verður haldið 25. júní þar sem við ætlum að njóta útiveru, samveru og skemmtunar. Endilega meldaðu þig og þína á viðburðinn þar sem við þurfum að vita fjöldann sem kemur vegna veitinganna. Við munum svo sannarlega njóta útivistar … Lesa áfram „Dagskrá júnímánaðar“

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS