Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Dagskráin í apríl

31. mars 2021

Enn og ný erum við komin í pínu „lock-down“ en við látum nú ekki deigann síga heldur höldum áfram af Krafti og finnum lausnir. Fram til 15. apríl færum við alla viðburði yfir í stafræna heima og verðum með hittinga á netinu. Við tökum svo stöðuna á málunum þegar fram líður. Við tókum saman skemmtilegar … Lesa áfram „Dagskráin í apríl“

Páskar á Covid-tímum

Mörgum hefur brugðið þegar þær fregnir bárust að Covid veiran lætur ekki bilbug á sér finnast og enn á ný erum við komin í 10 manna samkomutakmarkanir og fólki ráðlagt að vera ekki að ferðast á milli landshluta. Margir hafa eflaust ætlað sér að fara milli landshluta og hitta vini og ættingja en eru nú … Lesa áfram „Páskar á Covid-tímum“

Ráðstafanir vegna samkomutakmarkana

25. mars 2021

Í ljósi nýjustu fregna um 10 manna samkomutakmarnir höfum við þurft að gera viðeigandi ráðstafanir á starfsemi félagsins: Opnunartími skrifstofu mun haldast óbreyttur þ.e. alla daga frá kl. 9 – 16 Til 15.apríl verða engir viðburðir í raunheimum og flytjum allt í stafræna heima (þetta á við um viðburði, fræðslu og stuðnignshópa) Viðtöl eins og … Lesa áfram „Ráðstafanir vegna samkomutakmarkana“

Kraftmikil strákastund á Kex frestað um óákveðinn tíma

24. mars 2021

Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu munum við fresta Kraftmikilli strákastund um óákveðinn tíma. En við munum halda hana um leið og aðstæður í samfélaginu leyfa. ———————- Í tilefni af Mottumars stendur Kraftur fyrir kraftmikilli strákastund á Kex næstkomandi fimmtudag, 25. mars. Markmiðið með strákastundinni er að deila reynslu karlmanna sem hafa verið snertir af … Lesa áfram „Kraftmikil strákastund á Kex frestað um óákveðinn tíma“

Kraftshlaup á Þorbjörn

19. mars 2021

Þann 27. mars næstkomandi ætla Börkur Þórðarson og Guðný Petrína Þórðardóttir að hlaupa tíu ferðir upp og niður Þorbjarnarfell til styrktar Krafti. Með þessu hlaupi vilja þau vekja athygli á Krafti og um leið safna fjármagni til stuðnings félaginu. „Við vitum bæði að starf Krafts er mjög þarft. Það er mikilvægt að það sé fyrir … Lesa áfram „Kraftshlaup á Þorbjörn“

Seldu listaverk og studdu Kraft

17. mars 2021

Jóhanna Katrín Pálsdóttir eða Hanna, eins og hún var alltaf kölluð, lést úr lungnakrabbameini árið 2017 þá 83 ára gömul. Hanna hóf að mála listaverk á efri árum og eftir andlát hennar ákváðu afkomendur að selja listaverkin hennar til stuðnings Krafti. Nýverið styrktu afkomendur Hönnu Kraft um 472.713 krónur. Að sögn þeirra þá fann Hanna … Lesa áfram „Seldu listaverk og studdu Kraft“

Krúnuraka sig til styrktar Krafti

Frænkurnar Helga Lára Grétarsdóttir og Edda Sigrún Jónsdóttir safna nú áheitum til styrktar Krafti inni á Kass undir heitinu AF MEÐ HÁRIÐ. Markmið þeirra er að safna 300.000 krónum fyrir Kraft fyrir þriðjudaginn 23. mars 2021 og ef það tekst þá ætla þær báðar að krúnuraka sig. „Við Edda erum systkinabörn og höfum báðar verið … Lesa áfram „Krúnuraka sig til styrktar Krafti“

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS