Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org
25. mars 2014

Starvís, starfsmannafélag Verkfræðistofunnr Verkís, fengu að eiga eldri tölvubúnað og tæki sem féll til hjá vinnuveitanda þeirra. Starfsmennirnir ákváðu að efna til uppboðs á varningnum og söfnuðust 123.600 krónur á uppboðinu. Starfsmennirnir vildi láta gott af sér leiða með peningunum og höfðu samband við Kraft sem fékk að njóta þessa rausnarlega framlags þeirra.

Það voru þær Halldóra Víðisdóttir, formaður og Salvör Sæmundsdóttir, ritari, sem tóku á móti gjöfinni í húsakynnum Verkís úr hendi Birkis Hrafns Jóakimssonar, formanns Starvís.

Kraftur hefur þegar ákveðið að peningarnir gangi óskiptir inn í neyðarjóð sem stofnaður verður formlega í maí og hefur það markmið að hjálpa krabbameinsgreindum félögum og aðstandendum þeirra.

Kraftur þakkar af alhug þann hlýhug sem starfsmannafélag Verkís sýnir með þessu góða  framlagi og sendir bestu kveðjur til Verkís.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni