Skip to main content

Áhrif krabbameins á kynlíf og sambönd

Við erum þannig gerð af náttúrunnar hendi að þegar við tengjum ást við umönnun hættum við að tengja hana við erótík eða kynlíf. Það er ákveðin áskorun fyrir pör, þar sem annar aðilinn er veikur og hinn þarf að sinna umönnun, að eiga stundir sem snúast um nánd og erótík. Þegar fólki tekst hinsvegar að skapa jafnvægi milli umönnunarhlutverks og hlutverks maka upplifir það líka jafnvægi í sambandinu.

Þegar maður er veikur getur verið erfitt að upplifa sig sem kynveru og breyttur líkami getur líka haft áhrif á það. Það þarf líka að leggja sig fram um að geta annast veikan maka og sjá hann sem kynveru. Margir eiga erfitt með að sjá sjúklinga fyrir sér sem kynverur og það er fátt í heilbrigðiskerfinu og samfélaginu sem auðveldar þá sýn. En við fæðumst og deyjum sem kynverur, það er misjafnt eftir aldursskeiðum og tímabilum hvernig við tjáum hana og túlkum. Það er því mikilvægt að viðhalda kynverunni á tímum þar sem fólk getur upplifað að það hafi tapað miklu af sjálfu sér og verið sett í hlutverk sjúklings.

Kynlíf, sambönd og krabbamein

Ertu í sambandi eða ertu á lausu? Kærleikur, ást og kynlíf er mikilvægt fyrir alla hvernig sem sambandsstaða þeirra er. En krabbamein getur haft áhrif á samband þitt eða verðandi samband og það er ósköp eðlilegt að það poppi upp ýmsar spurningar hjá þér. Hvernig mun maki minn taka þessu? Getum við stundað kynlíf? Mun einhver vilja mig? Þessar og fleiri spurningar munu vafalaust koma upp en ekki örvænta. Það eru fleiri í þessum sömu sporum og því gott að tala við þá til dæmis í gegnum jafningjafræðslu Krafts og Stelpu– og StrákaKraft.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu