Skip to main content

Góð ráð til þeirra sem umgangast krabbameinsveika

Sumt af þessu finnst þér kannski sjálfsagðir hlutir en aðrir ekki.

  • Þegar þú talar við viðkomandi vertu einlæg(ur) og láttu vita að þér þyki vænt um hann.
  • Bjóddu fram aðstoð þína og stuðning.
  • Hlustaðu eftir því hvort hann/hún vilji tala um krabbameinið. Ef viðkomandi vill ekki tala um sjúkdóminn þá skaltu virða það.
  • Reyndu ekki að taka stjórnina á samræðunum, leyfðu viðkomandi að stjórna samtalinu.
  • Vertu góður hlustandi, hlustaðu líka eftir því sem ekki er sagt.
  • Ekki fara að tala um þína reynslu varðandi krabbamein eða reynslu annars fólks sem þú þekkir. Viðkomandi gæti þótt erfitt að hlusta á sögur annarra og hvernig fór fyrir þeim.
  • Farðu varlega í að gefa óumbeðin ráð. Spurðu spurninga eða hlustaðu.
  • Þeir sem hafa greinst með krabbamein vilja ekki alltaf bara hugsa og tala um krabbameinið. Að hlæja og tala um annað er góð leið til að dreifa huganum.
  • Forðastu að segja „ég veit hvernig þér líður“ því þú veist ekki hvernig viðkomandi líður nema þú hafir reynslu af því að greinast.
  • Það er hægt að hrósa sjúklingum sem greinast með krabbamein án þess að tengja það við veikindin.
  • Gerðu sömu hlutina með viðkomandi og þið gerðuð áður en veikindin komu upp ef heilsa og þrek hins veika leyfir.
  • Látið ykkur líða vel saman í þögninni. Fólk þarf að geta talað saman og þagað saman.
  • Notaðu augnsamband sem lýsir því að þú sért til staðar og sért að hlusta.
  • Snerting, hlýtt viðmót og bros eru oft góðar leiðir í samskiptum.
  • Það getur valdið leiða eða sársauka hjá þeim sem er veikur ef ekki er hringt, ekki er sýndur áhugi, umhyggja eða stuðningur og ekki haft samband eins og áður.
  • Sýndu skilning á ótta og áhyggjum viðkomandi en ekki vísa því frá með því að segja til dæmis: „Láttu ekki svona, þetta reddast eða þetta á eftir að ganga vel, hresstu þig nú við og skelltu þér út.“
  • Vertu þú sjálf(ur) og hafðu ekki áhyggjur af því hvort þú sért að gera allt rétt. Talaðu frá hjartanu og breyttu samkvæmt þinni bestu vitund. Það eru engar vísdómsperlur sem hægt er að gefa þeim sem eru veikir. Hlustaðu, lærðu og leyfðu þér að þroskast með reynslunni.
  • Sýndu stuðning þinn í verki ekki bara tala um það.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu