Skip to main content

Hvað á ég að taka með mér á spítalann?

Þú hefur kannski aldrei lagst inn á spítala og margt ungt fólk er í sömu sporum og þú. Í flestum tilfellum þarftu að deila stofu með öðru fólki, ýmist einum eða fleirum. Þú hefur því í raun kannski ekki mikið næði eða einkalíf og þú verður að taka tillit til stofufélaga þinna.

Þegar þú undirbýrð spítaladvölina er gott að taka með sér eftirfarandi:

  • Lyf og lyfjakort.
  • Inniskó og/eða kósýföt, sokka og slopp.
  • Koddann þinn ef þú notar að jafnaði ákveðinn kodda.
  • Tölvu og síma. Spítalinn býður upp á internettengingu.
  • Heyrnartól.
  • Náttföt ef þú vilt vera í þínum eigin.
  • Myndir af fjölskyldunni.
  • Góð krem, þitt eigið sjampó og snyrtidót. Lítill spegill gæti einnig komið sér vel.
  • Spil, krossgátublöð, bækur og tímarit.
  • Gott er einnig að taka með sér matvæli og drykkarföng sem þú vilt og getur borðað/drukkið á milli mála.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu