Skip to main content

Hverjar eru óskir þínar?

Í alvarlegum veikindum er nauðsynlegt að horfa fram á veginn og undirbúa framtíðina eins og hægt er. Landspítalinn hefur gefið út bækling sem ber yfirskriftina „Litið fram á veginn – mikilvægt fyrir mig“. Þar eru leiðbeiningar ef þú vilt koma ákveðnum upplýsingum á framfæri varðandi meðferð og lífslok bæði fyrir aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk. Eins gæti verið gott að ræða þetta við vini og nána aðstandendur.

Meðal þeirra óska sem þú getur sett fram eru eftirfarandi:

  • Hvað á að kalla þig í minningargreinum og minningarorðum (fullt nafn eða gælunafn)?
  • Hvernig viltu láta minnast þín, til dæmis áhugamál þín, starfsvettvang, fjölskyldu þína, hvað þér líkar, eða líkar ekki, trú þína og gildi.
  • Óskir þínar og áherslur varðandi umönnun þína við lífslok.
  • Hvar viltu deyja, ef þú getur valið?
  • Skoðanir þínar á endurlífgun.
  • Hefur þú gert erfðaskrá? Ef tilhögun eigna þinna er utan skylduarfs, er nauðsynlegt að gera erfðaskrá.
  • Skipulagning útfarar/kveðjuathafnar til dæmis hver á að sjá um hana, opinber útför eða í kyrrþey?
  • Hvaða útfararstofu skal velja, grafreitur, líkbrennsla?
  • Hver á að jarðsyngja mig, hvaða tónlist skal flytja?

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu