Skip to main content

Hvar eru svör varðandi leghálssýnin sem tekin voru og voru geymd í marga mánuði?

Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni þá voru sýnin sem tekin voru í nóvember og desember 2020 svokölluð geymslusýni. Þau voru tekin með sýnatökusetti( thinprep) sem hætt var að nota um áramótin 2020/2021.

Þau sýni voru geymd fyrst hjá Krabbameinsfélaginu en send til heilsugæslunnar í lok árs. Þessi sýni fóru síðan út til Danmerkur í byrjun febrúar 2021 og voru einungis HPV mæld (veirumæling). Þau sýni sem voru jákvæð( HPV+) þurfti að endurtaka og voru konur kallaðar inn í nýja sýnatöku með sýnatökusetti (surepath) sem notað er í dag og sýnin frumuskoðuð í Danmörku til að fá loka svar hvort um frumubreytingar er að ræða.

Öll svokölluð geymslusýni hafa verið skoðuð og allar konur sem voru HPV+ fóru aftur í sýnatöku og flestar en kannski ekki allar komnar með svar úr seinni sýnatökunni. Það eru komin öll svör (3200 svör) sem send voru út um miðjan mars. Þær konur sem ekki hafa fengið svar eru konur sem þurfa ekki nýja sýnatöku fyrr en eftir 6 eða 12 mánuði, eða bara skv. skimunarprógrammi ef það eru engar frumubreytingar. Tæknimálin koma í veg fyrir að konur biðu lengi svara.  En það er búið að hafa samband við allar konur sem eru með hágráðu frumubreytingar og það var eitt sýni sem var grunur um krabbamein og þá hringdi rannsóknarstofan í Samhæfingarstöð krabbameinsskimana og lét vita svo það er eitthvað ferli hjá þeim sem er fyrir bráðatilfelli. Það fór strax í ferli og konan kölluð inn.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu