Skip to main content

Hverjar eru aukaverkanir krabbameinsmeðferða?

Krabbameinsmeðferðir reyna mjög á líkamann og fylgja þeim ýmsar aukaverkanir. Sumir fá miklar aukaverkanir meðan aðrir fá minni. Aukaverkanir geta varað í lengri eða skemmri tíma og sumir þjást af afleiðingunum til æviloka. Aukaverkanir geislameðferða koma oft 1-2 vikum eftir að meðferð hefst. Síðbúnir fylgikvillar krabbameinsmeðferðar geta komið fram löngu síðar.

Aukaverkanir geta verið mismunandi eftir einstaklingum sem og meðferðunum.

Aukaverkanir vegna lyfjameðferða geta verið: 

  • Þreyta
  • Ónæmiskerfið veikist og því hætta á að þú veikist auðveldlega af smitsjúkdómum og pestum
  • Bragðskynið minnkar eða breytist
  • Ógleði
  • Lystarleysi
  • Niðurgangur eða hægðatregða
  • Hármissir
  • Augnþurrkur og munnþurrkur
  • Heilaþoka/heilaslæða (e. chemobrain), til dæmis minnisleysi, einbeitingarleysi, athyglisskortur og málstol
  • Tannskemmdir
  • Doði í útlimum
  • Ófrjósemi
  • Áhrif á kynhvöt

Aukaverkanir vegna geislameðferðar

– geta komið fram 1-2 vikum eftir að meðferð hefst:

  • Rauð og þrútin húð
  • Brennd húð
  • Sogæðabjúgur
  • Þreyta
  • Ógleði eða skert matarlyst
  • Getur haft áhrif á beinmerg

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu