Skip to main content

Hvernig tékka ég á frjósemi minni?

Konur

Hægt er að gangast undir mat á frjósemi til dæmis hjá Livio Reykjavík. Mat á frjósemi hefur tvö markmið. Annars vegar að kortleggja vandamálið og finna út úr því hvað og hvort eitthvað sé að. Hins vegar að ráðleggja hverjum og einum hvaða möguleikar séu í stöðinni til að eignast barn.

Karlmenn

Eftir að lyfjameðferð lýkur þá geturðu látið tékka á frjósemi þinni til dæmis hjá Livio Reykjavík. Við mat á ófrjósemi karla þarf alltaf að gera sæðisrannsókn. Prufan er skoðuð með tilliti til fjölda sæðisfruma og hreyfanleika þeirra. Ef ekki eru neinar frumur í sýninu verður að leita annarra leiða til að finna þær. Ef grunur er um að einhver hindrun sé á leið frumanna úr eistunum er reynt að ná þeim beint frá eistunum gegnum nál og er það er gert í staðdeyfingu.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu