Skip to main content

Hvernig undirbý ég lífslok mín

Oft gleymast praktískir hlutir þegar verið er að undirbúa lífslok og stundum getur það skapað mikla óvissu og óþarfa vesen. Það er gott að þú hafir gert ráðstafanir sem auðvelda þeim sem eftir lifa.

Hafðu í huga:

  • Aðstandendur þurfa að vita hvort erfðaskrá liggi fyrir og hvar hún er. Erfðaskrá verður að vera skrifleg og efni hennar og undirritun að vera í samræmi við skilyrði erfðalaga. Arfleifandi verður að undirrita erfðaskrá hjá sýslumanni og er hún þá geymd þar, eða í viðurvist tveggja votta sem hafa ekki hagsmuni af erfðaskránni.
  • Þú þarft að gefa út vottað umboð með undirskrift, því það getur auðveldað margt þegar kemur að pappírsvinnunni í tengslum við andlát. Það er hægt að gefa út allsherjarumboð.
  • Ef um flókin fjölskyldutengsl er að ræða eins og fósturbörn og stjúpbörn vertu viss um að allt sé þá á hreinu varðandi hugsanlega ættleiðingu, umgengnisrétt barna og erfðarétt þeirra. Mjög mikilvægt að tryggja umgengni barna við fjölskyldu látna foreldrisins en auðvitað þarf alltaf að taka mið af aðstæðum.
  • Það er hagkvæmt lagalega séð að giftast því að ef þið gerið það ekki þá getur maki þinn verið réttindalaus eftir að þú deyrð. Erfðaréttur milli hjóna verður ekki til nema við hjúskap og eingöngu hjúskaparmakar geta fengið leyfi til setu í óskiptu búi.
  • Ef þú ert í óvígðri sambúð geturðu gert erfðaskrá og ráðstafað eigum þínum til sambúðarmaka. Ef þú átt börn getur þú aðeins ráðstafað þriðjungi eigna þinna til sambúðarmaka en ef þú átt ekki börn getur þú ráðstafað öllum eigum þínum með þessum hætti.
  • Ef þið eigið ekki eingöngu börn saman er skynsamlegt að kveða á um rétt þess sem verður langlífara til setu í óskiptu búi með erfðaskrá. Liggi ekki fyrir slík erfðaskrá verður hið langlífara háð samþykki barna hins skammlífara til að fá slíka heimild.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu