Skip to main content

Meðferðin er búin, hvað nú?

Þegar þú ert laus við krabbameinið getur myndast ákveðið tómarúm í lífi þínu. Krabbameinsmeðferðin og allt sem henni tengist hefur auðvitað tekið sinn toll og þú hefur kannski ekki haft tíma til að hugsa um neitt annað á meðan. Tíminn á eftir getur reynst mörgum erfiður og upp koma spurningar eins og er ég laus við krabbameinið gæti það hugsanlega komið aftur? Flestir vilja þó hverfa aftur til daglegrar rútínu og takast á við verkefni sem þeir hafa kannski frestað eða ekki getað sinnt vegna meðferðar.

Þessi lífsreynsla, að hafa greinst með krabbamein, mun þó alltaf fylgja þér og vera stór þáttur í lífi þínu. Þú vilt kannski segja skilið við allt sem tengist veikindunum. Sumir fá óþægilega tilfinningu, nokkurs konar endurupplifun, þegar þeir koma inn á spítala, hitta lækna eða hjúkrunarfræðinga eða horfa á sjónvarpsþætti sem gerast á spítala en aðrir finna styrk í því að umgangast áfram þá sem gengið hafa í gegnum sömu reynslu og þeir.

Kynntu þér þau úrræði sem eru í boði fyrir krabbameinsgreinda ýmist hjá Krafti, Ljósinu eða Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Það getur skipt sköpum í bataferlinu til að aðlagast breyttum aðstæðum í lífi þínu.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu