Skip to main content

Meðferðin er gerð í samráði við þig

Hafðu í huga að meðferðaráætlunina þarf að vinna í samráði við þig. Læknirinn getur ekki bara farið af stað með meðferð án samþykkis frá þér. Ef aðstæður þínar krefjast þess að þú viljir fresta meðferð þá hefur þú að sjálfsögðu rétt á því. En athugaðu að gera það í nánu samráði við lækninn þinn þar sem tími getur skipt máli. Ef ágreiningur kemur upp milli þín og læknisins eða þú vilt fá álit annars læknis áttu að sjálfsögðu rétt á því.

Þú átt rétt á einkasamtali

Ef þú hefur þörf á að tala við lækninn þinn í einrúmi þá áttu rétt á því. Ef þér finnst betra að taka nána ættingja eða vini með þá er það líka sjálfsagt. Mundu að það er þín eigin ákvörðun hvort þú takir samtalið í einrúmi eða með einhverjum.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu