Skip to main content

Ráð fyrir vini og fjölskyldu – hvernig getur þú hjálpað?

Fólk veit stundum ekki hvernig það á að tala við einhvern sem greinst hefur með krabbamein.

En hér eru ýmis góð ráð: 

  • Þú þarft ekki að vera smeyk/smeykur við að ræða krabbameinið.
  • Spurðu þeirra spurninga sem þú vilt fá svar við.
  • Stundum nægir bara eitt faðmlag – án allra orða.
  • Þú þarft ekki að forðast þann sem er veikur.
  • Haltu venjum þínum og bjóddu þeim sem er veikur með þér í gönguferðir, bíltúra, samkvæmi eða á aðra viðburði, eins og áður. hann eða hún segir bara nei ef ég þau treysta sér ekki.
  • Veikindasögur annarra eru ekki að hjálpa, allra síst þær sögur sem að enda illa.
  • Ekki þylja upp sögur af kraftaverkameðferðum sem þú hefur heyrt af.
  • Sjúklingar eiga kannski erfitt með að biðja um hjálp en þú getur haft frumkvæði og sýnt aðstoð þína í verki. Farðu með börnin í bíó, eldaðu mat og komdu með hann, mættu á staðinn og taktu til hendinni á einn eða annan hátt.
  • Þú þarft ekki endilega að segja neitt – bara vera til staðar.
  • Ekki vorkenna þeim sem er veikur.
  • Þú getur reynt að setja þig í spor þess veika en mundu að það er ekki hægt að skilja hvað hann/hún er að ganga í gegnum nema þú hafir svipaða reynslu.
  • Hafðu samband áður en þú kemur í heimsókn.
  • Varasamt getur verið að koma í heimsókn ef þú ert með flensu og með lítil börn þar sem ónæmiskerfi þess veika getur verið veikt.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu