Skip to main content

Hlutverk í sambandinu breytast

Þegar annar aðilinn í sambandinu veikist getur margt breyst. Í stað þess að vera maki verður annar aðilinn allt í einu umönnunaraðili og hlutverkin í sambandinu breytast. Allt í einu þarftu kannski að taka að þér allt á heimilinu, sjá um börnin, innkaupin, þrifin, fjármálin og annað. Þetta getur verið mjög erfitt bæði fyrir þig og sjúklinginn sjálfan sem getur fundist hann vera einskis nýtur þó það sem mestu máli skiptir sé að sjálfsögðu að hann einbeiti sér að því að ná bata.

Er kynlífið „bleiki fíllinn“?

Kynlíf er einn partur af lífi flestra og þó að makinn þinn sé veikur þá getur þú ekki bara slökkt á kynlífslöngun þinni. Þegar makinn er veikur er hann ekki endilega með kynlíf á heilanum og meðferð getur líka haft áhrif á kynlífslöngun sem og getu, og hvernig maður upplifir sjálfan sig sem kynveru. Á sama tíma þá er hinn aðilinn í sambandinu enn heilbrigður og með eðlilegar langanir. Kynlífið er jú eitthvað sem gerir ykkur að hjónum eða kærustupari og kynlífið getur orðið að „bleika fílnum“ í sambandinu.
Það er einstaklega hjálplegt að fara í kynlífsráðgjöf hjá kynfræðingi þegar aðili greinist með krabbamein. Því það getur myndast togstreita í sambandinu þegar annar aðilinn er með samviskubit að vera með kynhvöt og hinn með samviskubit að vera kyndaufur eða geta ekki stundað kynlíf.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu