Skip to main content

Hvað er sogæðabjúgur?

Sogæðabjúgur getur myndast í kjölfar skurðaðgerðar vegna krabbameins sérstaklega þegar margir eitlar eru fjarlægðir en einnig eftir geislameðferð. Sogæðabjúgur er vökvasöfnun sem verður vegna skertrar starfsgetu sogæðakerfisins í ákveðnum líkamshlutum. Eitlar og sogæðar mynda sogæðakerfið. Einkenni sogæðabjúgs er oft spenna og eymsli í húð, þyngsli og bólga. Einnig verður ummálsaukning.

Meðferð við sogæðabjúg eru æfingar, sogæðanudd og þrýstingsmeðferð.

Hægt er að fá meðferð við sogæðabjúg hjá Ljósinu og Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 

 

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu