Skip to main content

Erfið umræða er nauðsynleg

Því miður er það svo að stundum er ekki hægt að lækna krabbameinið. Þrátt fyrir það er oft hægt að halda því í skefjum með krabbameinsmeðferð. Það er hins vegar erfitt að segja til um hversu lengi það er hægt og hversu langan tíma viðkomandi á eftir ólifaðan. Það getur meðal annars ráðist af tegund krabbameins og því hvernig sjúkdómurinn svarar krabbameinsmeðferðinni.

Það er gott að geta rætt opið um framtíðina og farið yfir mál sem snerta lífslokin og í raun er það eitthvað sem allir ættu að gera hvort sem þeir kljást við veikindi eða ekki. Oft er hins vegar viðkvæmt og erfitt að taka upp þessa umræðu, til dæmis við maka sinn. Stundum er það líka svo að báðir eru að hugsa um það sama en vilja hlífa hvor öðrum. Það er gott að hafa í huga að það getur verið erfiðara að ræða um lífslokin þegar veikindin fara að ágerast enn frekar.

MERKINGAR:

FINNUR ÞÚ EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ ERT AÐ LEITA AÐ?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu