Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Costablanca styrkir Kraft með verðlaunafé sem safnaðist á golfmóti á Spáni

19. maí 2014

Föstudaginn 16. maí afhentu Bjarni Sigurðsson fh. Costablanca og Ágúst Þór Gestsson verðlaunahafi á Costablanca Open 2014, Krafti ávísun að fjárhæð rúmar 72.000 kr. Í Costablanca Open golfmótinu í lok apríl gátu þátttakendur keypt merktan golfbolta og rann andvirði sölunnar í sameiginlegan sjóð og sá þátttakandi sem færi næstur holu á 7. braut á Las Colinas átti síðan að ákveða hvert þessi sameiginlega sjóður myndi renna. Á lokakvöldinu tilkynnti forsvarsmaður Costablanca að fyrirtækið ætlaði að tvöfalda söfnunarfjárhæðina og úr varð að umrædd fjárhæð safnaðist. Golfarinn Ágúst Þór Gestsson vann þessa holukeppni og ákvað að sjóðurinn myndi renna til Krafts. Þer Bjarni og Ágúst afhentu Julie Coadou og Sigríði Margréti Einarsdóttur, stjórnarkonum í Krafti, ávísunina og var ljósmyndin tekin af því tilefni. Kraftur þakkar Costablanca innilega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem mun koma sér vel í neyðarsjóðinn sem stofnaður verður á þessu afmælisári félagsins.

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni