Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Erum við að leita að þér?

26. mars 2018

Kraftur leitar að starfsmanni, í 50 -70% starf til að hafa m.a. umsjón með fjáröflunarviðburðum og vefverslun félagsins ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.
Kraftur vill veita félagsmönnum sínum sem eru á leiðinni út í lífið aftur eftir veikindi tækifæri til að sækja um starfið áður en það verður auglýst frekar.

Helstu verkefni starfsmanns eru:

 • Umsjón með vefverslun félagsins, innkaup og afgreiðsla pantana
 • Umsjón, kynning og skipulagning  á fjáröflunarviðburðum félagsins
 • Aðstoða við aðra viðburði félagsins
 • Aðstoð við samfélagsmiðla og heimasíðu
 • Almenn upplýsingagjöf og þjónusta við félagsmenn
 • Annast önnur tilfallandi verkefni sem rúmast innan starfshlutfalls starfsmanns

Við leitum að starfsmanni með:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góða samstarfshæfileika
 • Ríka þjónustulund og samkennd
 • Góða tölvukunnáttu og reynslu í notkun samfélagsmiðla
 • Skilyrði er að viðkomandi sé reyklaus

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts í síma 866-9600.
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til hulda@kraftur.orgUmsóknarfrestur er til og með 12.apríl 2018.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk á aldrinum 18-45 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.  Kraftur veitir félagsmönnum sínum andlegan, félagslegan og fjárhagslegan stuðning, miðlar upplýsingum um réttindi sjúklinga og aðstoðar þá við að komast út í lífið aftur.

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS