Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Lykkja fyrir lykkju

Kraftur og Krabbameinsfélag Borgarfjarðar hafa hrundið af stað verkefninu „Lykkja fyrir lykkju“ og hvetja félögin alla sem sokki geta valdið til að taka þátt í verkefninu. Verkefnið felst í því að prjóna sokka úr Merinó ull fyrir unga einstaklinga á aldrinum 18-40 ára sem greinast með krabbamein en á ári hverju eru það um 70 einstaklingar. Verkefnið fór af stað í tilefni af 50 ára afmæli Krabbameinsfélags Borgarfjarðar.

 

Auðveld prjónauppskrift 

Prjónauppskriftin er frekar auðveld og eru sokkarnir hælalausir og ættu því að vera á flestra færi. Sokkarnir líkjast helst gömlu góðu sjónvarpssokkunum þar sem hólkur er prjónaður hælalaus.

Til að taka þátt í verkefninu þá geturðu skráð þig hér að ofan, sent póst á krabbameinsfelagborgarfjardar@gmail.com eða hringt í síma 865 3899Þú færð síðan upplýsingar hvernig hægt er að nálgast garn, uppskriftir og hvar skuli skila inn tilbúnum sokkum.

Verkefnið mun standa út afmælisárið 2020 þannig að það er nægur tími til stefnu. Ístex hefur gefið garnið Spuna til þessa verkefnis, það eru því ekki eingöngu hlýir sokkar heldur eru þeir líka mjúkir. Framköllunarþjónustan í Borgarnesi er sérstakur stuðningsaðili við framgang verkefnisins.

Sokkarnir eru að sjálfsögðu í Kraftslitunum og fara í gjafapoka sem Kraftur gefur öllum þeim sem greinast með krabbamein á aldrinum 18-40 ára. 

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS