Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Fylkir perlaði á fullu

5. júlí 2018

Í dag 5. júlí tóku liðsmenn Fylkis og stuðningsmenn sig til og perluðu á fullu í fjóra tíma fyrir Kraft. Um 200 manns komu saman í Fylkishöllinni og var einstaklega góð stemning á svæðinu.

Fylkismenn náðu að perla 1537 armbönd og er það mestur fjöldi sem íþróttafélag á höfuðborgarsvæðinu hefur perlað í Perlubikarnum. Nú eiga einungis tvö félög eftir að reyna við Perlubikarinn þ.e. Breiðablik 8. júlí og svo Fram 11. júlí.

Armböndin sem um ræðir eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru seld til styrktar Krafti. Hjálpið okkur að hjálpa öðrum!

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni