Skip to main content

LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVAL

VELKOMIN Á LÍFIÐ ER NÚNA FESTIVALIÐ 2022

Lífið er núna Festivalið er einstakur vettvangur til að hitta jafningja, læra nýja hluti, fræðast, skemmta sér með öðrum og skapa frábærar minningar.

 • HVENÆR: 10. september 2022
 • KLUKKAN:  kl. 9:15 til miðnættis, vinnustofur yfir daginn eru frá 9:15-16:30 með hléum, kvöldmatur og ball er frá 18:30 til miðnættis
 • HVAR: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
 • VERÐ: Staðfestingargjald: 3.500 KR.
  • Innifalið í verði: Alls konar vinnustofur, spa, hádegismatur, matur og drykkur yfir daginn,  kvöldmatur (ekki drykkir), þrusuball og skemmtun um kvöldið, og glaðningur.
 • Félagsmenn utan af landi fá ferðastyrk og gistingu sér að kostnaðarlausu. Sendið póst á kraftur@kraftur.org með upplýsingum.
 • Sérstakt tilboð í gistingu fyrir fólk sem vill gista á Hótel Hilton verður sent sérstaklega.

VINNUSTOFUR FYRIR HÁDEGI

Enn er verið að vinna í dagskrá á þeim vinnustofum sem verða um daginn og verður síðan uppfærð á næstu dögum.

Meðal vinnustofa fyrir hádegi: 

 • Vöxtur í mótlæti – Guðrún Snorra markþjálfi
 • Núvitund – Herdís Finnbogadóttir frá Núvitundarsetrinu
 • Aðeins betri – Björgvin Páll, handboltakappi
 • Hættu að væla, komdu að kæla – Öndunar- og kuldaþjálfun – Andri Iceland
 • KynKraftur – Kristín kynlífsmarkþjálfi og Áslaug kynfræðingur
 • Frábær framkoma – Anna Steinsen

VINNUSTOFUR EFTIR HÁDEGI

Enn er verið að vinna í dagskrá á þeim vinnustofum sem verða um daginn og verður síðan uppfærð á næstu dögum.

Meðal vinnustofa eftir hádegi: 

 • KraftYoga – Yogashala
 • Gong og streitulosun – Jógasetrið
 • Afródans – Dans Africa Iceland
 • Fjárfestu í framtíðinni – Fortuna Invest
 • Fítonsæfing – með leynigesti

VEISLAN UM KVÖLDIÐ

Veislan hefst 18:30 og stendur til miðnættis

 • Fordrykkur
 • Þriggja rétta kvöldverður
 • Veistustjórar: DJ Sóley og Arnar Sveinn Geirsson
 • Fram koma
  • Stuðlabandið
  • DJ Atli Kanill
  • Jóhann Alfreð uppistandari
 • Þrusu ball

Mér fannst þetta algjörlega frábær dagur og kvöld. Ég lærði svakalega mikið og fullt af nýjum hlutum. Mér fannst líka svo gaman að kynnast öðrum sem eru í svipuðum sporum og skilja hvað maður er að ganga í gegnum. Festivalið fór langt framyfir mínar væntingar

Félagsmaður sem tók þátt í síðasta Festivali

PICTURES FROM THE LAST FESTIVAL