Skip to main content

Auke

Ég heiti Auke og er 31 árs Holllendingur. Ég flutti til Íslands 2016 og starfa nú hjá ÁTVR. Ég greindist með eistnakrabbamein 2017 og er nú læknaður. Ég segi HAVING THE BALLS TO TALK ABOUT IT því það er mikilvægt að tala um hlutina en það krefst hugrekkis.

Mér fannst mjög erfitt að tala um eistnakrabbameinið og sérstaklega fyrst. Í ferlinu áttaði ég mig á mikilvægi þess að tala um krabbameinið þótt það væri viðkvæmt málefni enda á viðkvæmum stað líkamans. Þetta hjálpaði ekki bara mér heldur líka fólkinu í kringum mig. Það er einstaklega hjálplegt að tala um hlutina, bæði á meðan á ferlinu stendur og á eftir. Ég tel það mikilvægt að við höldum áfram að deila reynslu okkar, ekki síst fyrir aðra sem eru í sömu sporum. Þú ert ekki ein/n !

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna