Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Gísli

STUÐNINGUR SKIPTIR MÁLI

Gísli heiti ég og er 37 ára og þriggja barna faðir. Olga konan mín greindist árið 2013 með brjóstakrabbamein og fór hún í brjóstnám, geisla og lyfjameðferð en greindist síðan aftur árið 2015 en þá var krabbameinið búið að dreifa sér í lifur, hrygg og mjaðmir. Núna er hún komin með ólæknandi krabbamein. Ég er í stuðningsfulltrúi í stuðningsneti Krafts sem hefur sýnt mér hvað jafningastuðningur skiptir gífurlega miklu máli. Það skiptir ekki máli hvað krabbameinið heitir. Hvort sem þú ert maki, barn eða sjúklingur þá eru mikið af sömu spurningum sem koma upp sem aðrir geta svarað sem hafa gengið í gegnum svipaða reynslu og því er setningin mín: STUÐNINGUR SKIPTIR MÁLI.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna

Deildu

Aðrar sögur

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni