Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Njalli

KRABBAMEIN FER EKKI Í MANNGREINARÁLIT

Ég heiti Njalli og er 44 ára vörustjóri hjá Símanum en hef brasað ýmislegt í gegnum tíðina eins og að hafa líka verið hljómborðsleikari í ýmsum hljómsveitunum svo sem Vinir Vors & blóma, Land & Synir og Sóldögg. Ég greindist með ristilkrabbamein án fyrirvara í maí 2016. Æxlið var skurðtækt en það voru komin meinvörp í lungu og lifur og nú er ég í lyfjameðferð fyrst og fremst til að halda krabbameininu niðri en lokamarkmiðið er að losna við þetta drasl fyrir fullt og allt.

Í upphafi ferlisins gerði ég samning við sjálfan mig: Þetta er staðreynd – ég get ekki breytt þessu en ég get bara gert þetta betra. En Það býst enginn við að fá krabbamein og það eru ekki bara ákveðnar stéttir samfélagsins eða þeir sem hugsa illa um sig sem fá lífshættulega sjúkdóma. Við eigum öll að hugsa um þá sem eru sjúkir, um þá sem draga stutta stráið. Ríkisvaldið og aðrir eiga að gera allt í sínu valdi til að gera lífið bærilegra fyrir þá. Orkan sem okkur er skömmtuð er takmörkuð og fólk á ekki að þurfa að eyða orkunni í kerfið og vera með peningaáhyggjur á meðan það er í meðferð að berjast fyrir lífi sínu. Kerfið á að vera þannig að það grípi fólk þegar það þarf á því að halda. En ekki að það þurfi að berjast fyrir réttindum sínum. Ungt fólk er á byrjunarreit og oft ekki búið koma þaki yfir höfuðið, er að hefja starfsferilinn eða í námi og lífið blasir við. Því fullyrði ég að KRABBAMEIN FER EKKI Í MANNGREINARÁLIT – allir geta fengið krabbamein.

Deildu þinni reynslu og þinni mynd því krabbamein kemur öllum við eða deildu minni mynd og sögu #deilduþinnireynslu #krabbameinkemuröllumvið #lífiðernúna

Deildu

Aðrar sögur

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni