Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Orðabók

Stundum getur verið erfitt að skilja lækninn og oft nota heilbrigðsstarfsmenn orð og hugtök sem maður þekkir ekki. Hér fylgir listi sem vonandi hjálpar þér.

Læknar:
Oncologist = Krabbameinslæknir (onkológ). Læknir sem er sérmenntaður í krabbameinslækningum.
Pathologist = Meinafræðingur (patólóg). Sérfræðingur sem rannsakar blóð- og vefjasýni.
Radiographer = Geislafræðingur. Geislafræðingur framkvæmir geislarannsóknir, geislameðferð og aðrar rannsóknir á fólki með myndgreiningartækni.
Radiologist = Röntgenlæknir. Læknir sem hlotið hefur þjálfun í notkun geisla við greiningu og meðferð sjúkdóma.

Hugtök:
Anaesthetic = Svæfingarlyf, deyfingarlyf
Benign = Góðkynja
Biopsy = Vefjasýni
Blood count = Blóðhagur. Fjöldi blóðkorna og blóðrauðamagn í blóði
Cell division = Frumuskipting
Chemotherapy = Lyfjameðferð
Consent = Samþykki
Cytology = Frumufræði
CT-scan = Sneiðmyndataka
CVK = Miðlægur æðaleggur, oftast lagður í bláhæð á hálsi.
Diagnosis = Greining
Hemotology = Blóðmeinafræði
Infertility = Ófrjósemi
Intravenous (IV) = Í æð
Lesion = Afmörkuð skemmd eða áverki í vef
Lymphatics = Sogæðar
Lymphoma = Eitlakrabbamein
Malignant = Illkynja
Metastasis = Meinvörp
MRI-scan = Segulómun
Oncology = Krabbameinslækningar
Paediatrics = Barnalækningar
Palliative care = Líknarmeðferð
PET-scan = Jáeindaskanni (Positron Emission Tomography)
PICC-lína = Miðlægur æðaleggur sem lagður er inn um æð
Port-a-cath = Lyfjabrunnur
Prognosis = Batahorfur
Prosthesis = Ísetning hvers kyns gervilíkamshluta til dæmis gervilimur, gerviliður eða gerviloka í hjarta
Radiotherapy = Geislameðferð
Steroids = Sterar
Terminal = Deyjandi / Ólæknandi
Tumour = Æxli

Finnur þú ekki það sem þú ert að leita að?

Senda okkur póst Messenger Senda okkur spurningu

Fáðu LífsKraft sendan heim

LífsKraftur er handbók fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur

Bókin er þér að kostnaðarlausu en þú þarft að greiða sendingarkostnað

Panta úr vefverslun

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS