Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Nýr formaður Krafts

16. september 2013

Miðvikudaginn 11. september var haldinn auka aðalfundur Krafts þar sem kjörinn var formaður.  Halldóra Friðgerður Víðisdóttir var ein í framboði og hlaut hún einróma kosningu.

Halldóra er ættuð frá Bolungarvík en er búsett í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá MA og B.Sc í hjúkrunarfræði frá HA. Hún hefur að auki stundað nám í sálfræði frá sama skóla. Þá hefur Halldóra lokið námskeiði frá Endurmenntun HÍ í forystu, leiðsögn og fræðslu.

Halldóra hefur góða reynslu af vinnu með krabbameinsveikum einstaklingum og aðstandendum þeirra en hún starfaði sem hjúkrunarnemi á lyfjadeild SHA  og á krabbameinsdeild Landspítalans í tvö ár. Nú gegnir hún stöðu aðstoðardeildarstjóra á endurhæfingadeild spítalans. Þá situr Halldóra í hjúkrunarráði Landspítalans.

Stjórn Krafts þakkar Huldu Hjálmarsdóttur, sem leyst hefur formann af síðustu mánuði, fyrir vel unnin störf og býður Halldóru Friðgerði Víðisdóttur hjartanlega velkomna til starfa.

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS