Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Óvæntur glaðningur!

28. ágúst 2017

Í dag barst Krafti óvæntur glaðningur frá einstaklingi sem nýlega varð fertugur.
Vinir hans og fjölskylda komu honum á óvart og héldu honum afmælisveislu og söfnuðu í sjóð sem var gjöf þeirra til hans ánafnað Krafti. Afmælisbarnið sem vill ekki láta nafns síns getið kom hér stoltur og glaður í hús í dag og færði okkur gjöfina, ávísun að upphæð 1.186.500 kr.
Svo sannarlega gjöf sem að gefur og mun hjálpa ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þess.
Takk fyrir okkur..við erum orðlaus 💜

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni