Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Rósa Björg Karlsdóttir

Greindist 41 árs með krabbamein í ristli

„Stuðningsnetið er svo mikilvægur hlekkur í bataferlinu.“

„Þegar ég er 41 árs greindist ég með mjög illvígt krabbamein í ristli sem var komið niðrí endaþarm og út í legháls og eitla í kviðarholi. Ég var búin að vera labba á milli lækna í alveg í eitt og hálft ár áður en ég fékk greininguna. Við tóku gríðarlega mörg ár í mikilli baráttu. Manni er bara hent niður á botninn og snýst á botninum lengi. Svo tekur við mikil endurhæfing og uppbygging og að læra að lifa nýju lífi því maður fer aldrei aftur á sama stað og fyrir veikindin. Ég er búin að læra það og sætta mig við það.

Ég á tvær stelpur og eiginmann og því miður fengu þau ekki stuðning á sínum tíma. Ég hefði viljað að Stuðningsnetið okkar hefði verið orðið svona öflugt og sterkt eins og það er orðið í dag. Ég sé það þegar ég lít til baka. Ég hefði svo innilega viljað að þau hefðu fengið utanumhald. En sem betur fer erum við komin með þessa hjálp í dag og þessa aðstoð. Ég hefði svo gjarnan líka viljað eiga svona stuðningsaðila. Svona hvetjara út í bæ sem að þyrfti bara að vera til staðar fyrir mig og hlusta.

Þú ert með frábæra lækna og heilbrigðissstarfsfólk en það er bara eitthvað x-mikið sem þú getur spurt það fólk út í af því það þekkir og veit ekki hvernig það er að lenda á þessum vegg. Hvernig það er að upplifa allt þetta flæði af tilfinningum. Það eru allir alltaf svo þakklátir loksins þegar þeir hitta einhvern sem hefur svipaða sögu, svipaða reynsla, á svipuðum aldri sem það getur spurt skrýtinna spurninga. Og þú ert ekkert dæmdur fyrir það. Þarna hittirðu bara einhvern einstakling sem getur gefið þér alls konar svör af eigin reynslu.

Ég vil bara hvetja alla til að leita til okkar í Stuðningsnetinu vegna þess að í lok dags þá kemurðu alltaf pínu ríkari út og átt fleiri verkfæri í töskunni til að leysa vandamálin.“

Rósa er stuðningsfulltrúi í Stuðningsnetinu

„Jafningjastuðningurinn veitti mér von.”

Greindist 40 ára með brjóstakrabbamein

„Það er svo dýrmætt að geta leitað stuðnings hjá einhverjum sem skilur mann.”

Missti manninn minn úr krabbameini eftir 11 ára baráttu þegar ég var 33 ára. Við eigum 3 börn.

41 ára

„Ég er miklu sterkari aðili í dag vegna Stuðningsnetsins.”

Var 40 ára þegar eiginkona mín greindist með brjóstakrabbamein. Við eigum fjögur börn

„Það hreinlega léttir alla tilveruna að vera í Stuðningsnetinu.“

Greindist 70 ára með krabbamein í þvagblöðru

„Það er mjög mikilvægt fyrir alla sem að greinast að finna að þeir eru ekki einir.“

Greindist 61 árs með blöðruhálskirtilskrabbamein

44 ára

„Ég veit hversu erfitt það er að vera útlendingur hér á landi og greinast með krabbamein.“

Greindist 36 ára með brjóstakrabbamein

„Stuðningsnetið gerir kraftaverk fyrir fjölskyldur og einstaklinga.“

Greindist 35 ára með brjóstakrabbamein og aftur 37 ára. Er einnig aðstandandi.

„Reynslusögur annarra var það sem virkilega hjálpaði mér í gegnum þetta.”

Missti móður mína úr krabbameini þegar ég var 11 ára

Previous
Next

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni