Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Berglind Jónsdóttir

Þetta var mín leið til að lifa af

Ég heiti Berglind, ég var 13 ára þegar ég greindist með beinkrabbamein í lærlegg. Ég var búin að finna til lengi og var bólgin, ég æfði ballett og voru verkirnir því tengdir við það. Ég fór oft uppá bráðamóttöku með mikla verki en var send heim með íbúfen en fékk svo loks greiningu þegar fóturinn gaf sig algjörlega. Ég hóf strax 6 háskammta lyfjameðferð og var tjáð að ég myndi halda fætinum. Viku fyrir aðgerð fékk ég að vita að það væri ekki hægt að bjarga fætinum. Það var mikið áfall. Ég er með gervifót í dag. Þetta hefur heft mig mikið félagslega en ég er stolt af því að koma til dyranna eins og ég er. Að láta taka fótinn var mín leið til að lifa af. Krabbamein kemur öllum við og er ekki tabú. Deildu þínu öri eða myndinni minni og taktu þannig þátt í #shareyourscar

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni