Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Bjarki Már Sigvaldason

Hver dagur er sigur

Ég heiti Bjarki og er 28 ára gamall. Þegar ég var 25 ára og spilaði með meistaraflokki HK í fótbolta greindist ég með ristilkrabbamein. Ég var einkennalítill en á örfáum dögum lokaði æxlið ristlinum og ég fékk mikla verki. Við myndatöku fannst æxli sem var skorið burt. Læknar telja að krabbameinið hafi verið að ágerast í 10-15 ár. Síðan þá hef ég farið í 5 aðgerðir á ristli, lungum og heila, 2 lyfjameðferðir og 14 mánaða sterameðferð sem ég er að ljúka núna. Ég hef farið úr 85 kg niður í 67 kg og vel yfir 100 kg út af sterameðferðinni en hún lætur líkamann blása út eins og sést vel á myndinni minni. Ég er með ör á kvið, handleggjum, síðu og höfði. Ég er enn að takast á við veikindin, hver dagur fyrir mér er sigur. Krabbamein kemur öllum við og er ekki tabú. Deildu þínu öri eða myndinni minni og taktu þannig þátt í #shareyourscar

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni