Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Ingveldur Geirsdóttir

Krabbamein er ekki dauðadómur

Ég heiti Ingveldur. Ég var ólétt og 37 ára gömul þegar ég greindist með brjóstakrabbamein. Ég var komin fjóra mánuði á leið þegar ég fann hnút í brjóstinu. Hann stækkaði frekar hratt og mikið og því leitaði ég til læknis. Við greiningu fannst 5cm æxli í brjóstinu sem var illkynja krabbamein. Ég fór beint í aðgerð og brjóstið tekið ásamt 14 eitlum. Það fannst dreifing í einum eitil og hóf ég 4 mánaða lyfjameðferð stuttu seinna. Ég tók mér svo hlé til að fæða barnið mitt og 2 vikum seinna fór ég í gegnum seinni hluta lyfjameðferðarinnar. Ég missti annað brjóstið og gat ekki farið í uppbyggingu því ég var ólétt. Ég hef deilt mínu öri því krabbamein er ekki dauðadómur. Krabbamein kemur öllum við og er ekki tabú. Deildu þínu öri eða myndinni minni og taktu þannig þátt í #shareyourscar

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni