Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Skagamenn perluðu af kappi

4. júlí 2018

Mánudaginn, 2. júlí reyndu Skagamenn og stuðningsmenn ÍA við Perlubikarinn svokallaða en þann bikar hlýtur það sveitafélag eða íþróttafélag sem perlar sem flest armbönd á innan við fjórum tímum til styrktar Krafti. Um 200 manns komu saman í Íþróttahúsinu á Akranesi og perluðu á fullu.

Skagamenn stóðu sig eins og hetjur og perluðu 2041 armbönd og eru nú í þriðja sæti í Perlubikarnum. Sunnlendingar trjóna á toppnum með 2308 perluð armbönd en Akureyringar koma þar fast á eftir með 2302 armbönd. Nokkur íþróttafélög ætla sér enn að reyna við Perlubikarinn en það eru: Fylkir 5. júlí næstkomandi, Breiðablik 8. júlí og svo loks Fram 11. júlí.

Armböndin sem um ræðir eru perluð í fánalitunum og eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru seld til styrktar Krafti. Hægt er að kaupa armböndin á vefsíðu Krafts, í Útilíf, Errea, Jóa Útherja og Ölveri.

Hjálpið okkur að hjálpa öðrum!

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni