FítonsKraftur er endurhæfing í formi hreyfingar og útivistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 40 ára sem greinst hefur með krabbamein.
Hópurinn er einnig hugsaður sem jafningjastuðningur og hvatning fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í endurhæfingu. Lögð er áhersla á að miða æfingarnar að hverjum og einum svo allir geti tekið þátt.

Æfingar eru tvisvar í viku og eru ýmist í tækjasal eða skipulagðir hóptímar þar sem unnið er með þrek og styrk. Við skráningu er innifalið stöðumat og viðtal við þjálfara. Æfingarnar eru fjölbreyttar og farnar öðruvísi og skemmtilegar leiðir í endurhæfingu. Einu sinni í mánuði er fenginn gestakennari eða farið á aðra staði til að kynnast fjölbreyttri hreyfingu. Til dæmis Bootcamp, Mjölnir, Klifurhúsið, spinning svo eitthvað sé nefnt. Einnig er útivist eða önnur hreyfing t.d. fjallgöngur, útihlaup og hjólreiðar.
Við vekjum athygli á því að við bjóðum líka upp á Fjarþjálfun Krafts fyrir þá sem hafa ekki tök á að mæta í tímana með hópnum.
Æfingar
Æfingarnar fara fram tvisvar í viku í Heilsuklasanum sem er til húsa Bíldshöfða 9.
- Þriðjudaga kl. 17:00
- Fimmtudaga kl. 17:00
- Laugardaga (þriðja hvern laugardag): Útivist eða önnur fjölbreytt hreyfing
Hvað er innifalið?
Æfingargjöld eru 2.500 kr. fyrir áramót og 2.500 kr. eftir áramót.
- Líkamsræktarkort í Heilsuklasanum á 50% afslætti
- Persónulegt stöðumat og viðtal við þjálfara
- Æfingar í Heilsuklasanum undir handleiðslu þjálfara tvisvar í viku
- Æfingar með gestaþjálfara
- Jóga einu sinni í viku
- Útivist og önnur hreyfing
Staðfestingargjald er 2.500 krónur fyrir önnina (sept.-des/jan-júní).
Allar frekari upplýsingar um starfsemi hópsins er að finna á Facebookhóp FítonsKrafts.
ÞJÁLFARINN
Atli þjálfari svarar öllum fyrirspurnum með glöðu geði í síma 663-2252. Nánari upplýsingar um Atla má finna hér