Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Þjálfararnir

Atli Már Sveinsson 

Útskrifaðist frá Háskóla Íslands vorið 2011 sem íþrótta- og heilsufræðingur auk  kennsluréttinda í íþróttum.

Lauk meistaragráðu í íþróttafræðum frá University of Northern Colorado vorið 2013  með sérhæfingu í þjálfun fólks með krabbamein. Hluti af náminu fór fram í The Rocky  Mountain Cancer Rehabilitation Institude (RMCRI) sem er fyrsta krabbameins  endurhæfingarstöð sinnar tegundar í Bandaríkjunum og öðlaðist þar réttindi sem  Cancer Excercise Specialist. Meðfram meistaragráðunni lauk hann einnig réttindum  sem Health Fitness Specialist frá American College of Sports Medicine (ACSM).

Atli hefur verið að vinna fyrir Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands og Ljósið endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Netfang: fitonskraftur@kraftur.org
Símanúmer: 663 2252

 

Ragnheiður Guðmundsdóttir 

Ragnheiður Guðmundsdóttir leiðir gönguhópinn „Að klífa brattann“. 

Ragnheiður hefur notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum. 

tinna stefánsdóttir

Tinna Stefánsdóttir er umsjónarmaður NorðanKrafts og sér einnig um fjarþjálfun Krafts ásamt Atla Má. Tinna er sjúkraþjálfari að mennt og hefur starfaði sem slík í þónokkur ár en þurfti að breyta um starfsvettvang eftir að hún greindist með góðkynja æxl í fingri. Við í Krafti erum heppin að fá að njóta hennar sérþekkingar og krafta. 

Frekari upplýsingar um fjarþjálfun Krafts er að finna hér.

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS