Kraftur gefur út LífsKraft – Fokk ég er með krabbamein. Bókin inniheldur hagnýtar upplýsingar fyrir einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein, aðstandendur þeirra og vini. Bókin er þér að kostnaðarlausu og þú getur pantað hana í vefverslun félagsins eða fengið eintak á skrifstofu Krafts að Skógarhlíð 8.

Kraftur gefur einnig út blaðið Kraftur einu sinni á árisem inniheldur viðtöl, greinar, viðburði og fræðandi efni varðandi krabbamein. Hægt er að skoða fyrri tímarit Krafts á vefsíðunni Issue.
Að auki heldur Kraftur reglulega fræðslufyrirlestra um ýmislegt sem viðkemur krabbameini. Fyrirlestrarnir eru öllum opinn og án endurgjalds. Þeim er einnig streymt í beinni á netinu. Við auglýsum fyrirlestrana alltaf á Facebook síðu okkar og á vefsíðu okkar undir viðburðir.