• Viltu öðlast skýrari sýn á hvað þig langar að gera í lífinu? 
  • Ertu að lifa lífinu til fulls og gera það sem þig raunverulega langar til? 
  • Viltu öðlast trú á sjálfan þig og hvað þú ert fær um að gera? 

Markþjálfun er aðferðafræði, byggð á samtölum, sem miða að því að laða það besta fram hjá hverjum og einum. Með aðferðafræðinni gefst kostur á að auka yfirsýn og bæta árangur bæði í einkalífinu sem og í starfi. Þroskandi og skemmtilegt ferðalag sem kennir þér margt um sjálfan þig og getu þína til þess að ná betri árangri í lífi og starfi.

Þjónustan er Kraftsfélögum að kostnaðarlausu.

Frábært tækifæri til að kynnast þér sjálfum/sjálfri, vaxa og dafna og ná markmiðum þínum.

Óska eftir Markþjálfun