Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Umsókn um styrk til lyfjakaupa

Hér er hægt að sækja um Lyfjakort Krafts.

Apótekarinn styður félagsmenn sem greinst hafa með krabbamein með því að kosta lyf og aðrar tengdar vörur. Lyfjastyrkurinn nær til lyfseðilsskyldra lyfja sem tengjast veikindum viðkomandi sem og vörur frá Gamla apótekinu.

Þeir sem geta sótt um styrk til lyfjakaupa þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 

a. Séu félagsmenn í Krafti og hafa greinst með krabbamein
b. Vera á aldrinum 18-45 ára
c. Skili inn læknisvottorði frá krabbameinslækni.

Uppfylli umsækjandi skilyrði, fær hann Lyfjakort Krafts sem gildir í 2 mánuði í senn og mun lyfjakortið birtast á rafrænu félagskirteini Krafts sem er hlaðið niður í síma.  Ef þú ert ekki búin(n) að nálgast rafræna skírteinið þitt sendu okkur þá póst á kraftur@kraftur.org. 

Umsækjandi fær senda staðfestingu í tölvupósti þegar lyfjakortið er tilbúið. Við minnum á að þegar lyfjakortið er notað þarf ávallt að framvísa persónuskilríkjum í Apótekaranum og að kortið gildir í 2 mánuði í senn.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 866-9600 eða með því að senda tölvupóst á lyfjabeidni@kraftur.org.

Óska eftir Lyfjakorti Krafts

Instagram#krafturcancer

© 2022 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS