Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org

Útskriftargjöfin að styrkja ungt fólk með krabbamein

24. apríl 2018

Á dögunum héldu 4.árs hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands kökubasar á viðburði nemenda í hjúkrun sem heitir Krossgötur.

Krossgötur fjalla um fagmennsku í hjúkrun í allri sinni mynd þar sem nemendur standa fyrir kynningu á hinum ýmsu verkefnum sem hjúkrunarfræðingar koma að.

Allur ágóði af sölu kaffihlaðborðsins rann til Neyðarsjóðs Krafts sem styður við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og lendir í fjárhagsörðuleikum vegna veikinda sinna. Söfnuðust alls 225.ooo kr. sem þessir framtíðar hjúkrunarfræðingar komu og afhentu Krafti í síðustu viku.

Frá vinstri á mynd: Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, Ragna Björnsdóttir, Theja Lanks, Hafrós Lind, Sigríður Friðný, Sandra Salvör.

Við hjá Krafti erum óendanlega þakklát fyrir þetta örláta framlag til félagsins og vonum að þið komið til með að halda áfram að styðja við ungt fólk með krabbamein í störfum ykkar sem hjúkrunarfræðingar í framtíðinni.

Instagram#krafturcancer

© 2021 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni
Rekið og þjónustað af PREMIS