Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Að klífa brattann – Reynisvatn

15. ágúst 2020 @ 11:00 - 13:00

Laugardaginn, 15. ágúst, ætlum við í skemmtilega göngu í kringum Reynisvatn og Hólmsheiði við Grafarholt. Falleg og skemmtileg leið sem er á flestra færi. Gengið verður í kringum vatnið og í fallegu skógarrjóðri við vatnið. Gangan tekur um klukkustund.  Komum saman og njótum þess að vera úti að hreyfa okkur í fallegri náttúru í útjaðri Reykjavíkur.

Við munum hittast á bílastæðinu rétt við Reynisvatn  – nánar tiltekið þessu bílastæði hér 

Að klífa brattann er gönguhópur fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur sem Kraftskonurnar Ragnheiður Guðmundsdóttir leiðir en  hún hefur notað útivist og fjallgöngur sér til endurhæfingar og sjálfseflingar í veikindum sínum.

Göngurnar henta öllum þeim sem hafa áhuga á að kynna sér göngur og íslenska náttúru og njóta þess að vera í hópi meðal jafningja.

Kraftsfélagar, fjölskyldur þeirra, börn og vinir eru hjartanlega velkomin. Endilega meldið ykkur á Facebook viðburðinum

Ragnheiður (sími: 663-9360)

Upplýsingar

Dagsetning:
15. ágúst 2020
Tímasetning:
11:00 - 13:00

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Reynisvatn
Reynisvatnsvegur
Reykjavik, 113 Iceland
+ Google Map
View Staðsetning Website