Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AðstandendaKraftur – Af hverju óttumst við orðið „líknandi meðferð“?

10. nóvember 2020 @ 17:30 - 19:00

Þriðjudaginn 10.nóvember kl. 17:30 ætlum við að „hittast“ á Teams og fá fræðslu um líkandi meðferð. Líkandi meðferð miðar að því að bæta lífsgæði sjúklinga sem eru með lífshættulega sjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Meðferðin felst í að fyrirbyggja og draga úr líkamlegri, sálfélagslegri og andlegri þjáningu. Líknarmeðferð getur átt við snemma á veikindaferlinu samhliða annarri meðferð sem notuð er til að lina einkenni en jafnframt lengja líf.

Við munum fá Örnu Dögg Einarsdóttur lækni á líknardeild Landspítalans til að fræða okkur um líknandi meðferð.

Hugmyndafræði líknarmeðferðar:
• Varðveitir lífið en lítur á dauðann sem eðlileg þáttaskil.
• Áætlar ekki tímalengd lífs og hefur hvorki í hyggju að lengja né stytta líf.
• Samþættir líkamlega, andlega og sálræna umönnun.
• Styður sjúkling til að lifa eins innihaldsríku lífi og hægt er til lífsloka.
• Styður fjölskyldu sjúklings, hjálpar henni að komast af á sjúkdómstímabili og í sorgarúrvinnslu eftir andlát.
• Notar þverfaglega teymisvinnu til að takast á við þarfir sjúklings og fjölskyldu hans.
• Bæta lífsgæði sem getur haft jákvæð áhrif á gang sjúkdóms.
• Er viðeigandi snemma í sjúkdómsferlinu, samhliða annarri meðferð sem ætlað er að lengja líf. Meðferð getur falið í sér lyfja- og/eða geislameðferð ásamt þeim rannsóknum sem þarf til að gera einkennameðferð sem áhrifaríkasta.

Við ætlum að eiga rólega stund saman inn á Teams og í lokinn verða opnar umræður þar sem öllum þeim sem vilja, fá tækifæri til að kynna sig og deila sinni reynslu. Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum.
Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.
AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hvetjum við alla til að „mæta“.
Hlökkum til að „sjá“ þig ❤

Meldaðu þig á facebook viðburðinum okkar hér !

Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum, AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hvetjum við alla til að mæta.

Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Upplýsingar

Dagsetning:
10. nóvember 2020
Tímasetning:
17:30 - 19:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/398176838034363/?active_tab=about

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website

Staðsetning

Rafrænn hittingur
Iceland + Google Map