Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

AðstandendaKraftur – Má ég vera í fyrsta sæti?

22. september 2020 @ 17:30 - 19:00

Þriðjudaginn 22. september kl. 17:30 ætlum við að setja okkur í fyrsta sæti.

Flesti þeir sem standa í þeim sporum að eiga aðstandanda sem er að glíma við lífsógandi sjúkdóm kannast við það að allt í einu er maður búinn að setja sjálfan sig í 2., 3. eða jafnvel 4.sæti. En hvernig getum við verið til staðar fyrir ástvin okkar þegar heilsan okkar fer hægt og rólega hrakandi, því við gleymum að huga að okkur sjálfum. Við höfum fengið Sigrúnu Elvu Einarsdóttur sjúkraþjálfara í hóp með okkur sem ætlar að hjálpa okkur að finna leiðir til að setja okkur í fyrsta sæti, því við þurfum að hafa heilsu og þrek til að vera til staðar

Við ætlum að eiga rólega stund saman í húsnæði Ráðgjafaþjónustunnar og ætlum við að enda kvöldið á opnum umræðum þar sem öllum þeim sem vilja, fá tækifæri til að kynna sig og deila sinni reynslu.

Við þekkjum það öll sem lendum í þessum sporum hversu ómetanlegt það getur verið að tala við aðra sem hafa verið í svipuðum sporum, AðstandendaKraftur var stofnaður af aðstandendum fyrir aðstandendur og hvetjum við alla til að mæta.

Áttu eða hefur þú átt ástvin sem greinst hefur með krabbamein? Ef þú ert maki eða náinn aðstandandi getur það haft í för með sér verulegar breytingar á þínu lífi þar sem ýmsar spurningar geta vaknað og getur verið erfitt að vera til staðar fyrir þig og aðra á sama tíma. Það eru fleiri í þínum sporum.

Komdu á opið kvöld hjá AðstandendaKrafti. Við verðum í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Endilega meldaðu þig hér
Hlökkum til að sjá þig ❤

Upplýsingar

Dagsetning:
22. september 2020
Tímasetning:
17:30 - 19:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/2594203277511921/