Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.
Event Series Event Series: FítonsYoga – FELLUR NIÐUR

FítonsYoga – FELLUR NIÐUR

19. mars 2020 @ 20:00 - 21:15

Hefur þig langað að prófa jóga en aldrei þorað? Hefur þú reynt að stunda jóga en það hefur aldrei orðið að venju? Eða ertu nú þegar ástfangin/nn af jóga og vilt nýta hvert tækifæri til að stunda það í góðum hópi fólks? Þá er þetta námskeið eitthvað fyrir þig!

Nýtt 6 vikna námskeið hefst í FítonsYoga þann 2. mars. Námskeiðið er nú haldið á mánudögum kl. 19:30-20:45 og fimmtudögum kl. 20:00-21:15.

Námskeiðið heitir Komdu þér í jafnvægi og er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna, krabbameinsgreinda og aðstandendur. Markmið námskeiðsins er einmitt að auka jafnvægi, styrk og liðleika og hjálpa þér að slaka á í amstri dagsins. Hentar fyrir þá sem eru í krabbameinsmeðferð eða eru að byggja sig upp eftir veikindin. Aðstandendur eru einnig hvattir til að skrá sig á námskeiðið.

Eina sem þú þarft ert þú sjálf/ur og föt sem þægilegt er að hreyfa sig í. Dýnur verða á staðnum, en þú mátt að sjálfsögðu mæta með þína eigin. Námskeiðið er félagsmönnum okkar að kostnaðarlausu.

Pála Margrét og Renske kenna námskeiðið. Pála hefur lokið 500 klst. jógakennaranámi í Tælandi. Hún hefur sjálf notað jóga til að sigrast á vefjagigt og nýtist sú reynsla henni við kennsluna. Renske kynntist Yoga eftir margra ára ballett og dans iðkun og hefur lokið 500 klst. jógakennaranámi. Hún notar þekkingu sína á dansi til að tengjast líkamanum betur í gegnum jógaflæðið.

Skráðu þig hér!

Frekari upplýsingar veitir Pála Margrét: palamargret@hamingjujoga.is

Upplýsingar

Dagsetning:
19. mars 2020
Tímasetning:
20:00 - 21:15
Series:
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/837117166805740/

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími
866 9600
View Viðburðahaldari Website