Sími: 866-9600 - Stuðningssími: 866-9618 - Netfang: kraftur@kraftur.org
Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

Kröftugar konur í Hörpu

9. desember @ 17:30 - 19:30

Í tilefni af Bleikum október verður Kraftur með kröftuga kvennastund í Hörpu 9.desember milli klukkan 17:30 og 19:30. Við fáum kraftmiklar konur til að deila reynslu sinni, hvert þær sækja sinn styrk og hvernig þær hafa tekist á við áskoranir hvort sem er í starfi eða persónulega lífinu.

Við erum óendanlega stolt að segja frá því að engar aðrar en Eliza Reid, forsetafrú og frumkvöðull, Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi og G. Sigríður Ágústsdóttir, félagskona í Krafti sem greindist með ólæknandi krabbamein fyrir 5 árum síðan en lætur ekkert stöðva sig og þveraði Vatnajökul í sumar. Þær Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir,  sem saman hafa staðið að Hinseginleikanum og opnað umræðuna um réttindi hinsegin fólks munu sjá um fundarstjórn. Í lokin gefst tækifæri á spjalli við þessar flottu konur sem stíga fram.

Þetta verður söguleg og mögnuð kvennastund. En vegna sóttvarnarreglna erum við einungis með 100 sæti laus í salnum. Það er ókeypis á viðburðinn en þarf að skrá sig til að tryggja sér sæti. Einnig er hægt að óska eftir netstreymi ef þú kemst ekki á viðburðinn.

Við biðjum þig að skrá þig hér hvort sem þú vilt koma í Hörpu eða fá hlekk með streymi þegar viðburðurinn á sér stað. Við vekjum athygli á að salurinn opnar klukkan 17:00 og mikilvægt er að mæta tímanlega.

Hlökkum til að eiga kröftuga kvennastund með ykkur í Hörpu!

Upplýsingar

Dagsetn:
9. desember
Tími
17:30 - 19:30

Staðsetning

Harpa
Austurbakka 2
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map
Sími:
8687865
Vefsíða:
www.harpa.is

Instagram#krafturcancer

© 2017 KRAFTUR - Skilmálar fyrir netverslun
Hannað og kóðað af Vefgerðinni