Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

  • Þessi viðburður er liðinn.

Kvöldvaka við varðeld – Krabbamein fer ekki í frí

8. júlí 2020 @ 20:00 - 22:00

Miðvikudaginn 8. júlí ætlar Kraftur að vera með kvöldvöku við varðeld við Elliðavatn undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí.
 
Við verðum í fallegu rjóðri við Elliðavatnsbæ og hægt er að leggja þar. Við munum kveikja varðeld og vera með kósý kvöldvöku þar sem við syngjum saman og njótum líðandi stundar. Trúbator mun koma og halda uppi stemningunni með gítarspili og söng.
 
Nú er um að gera að koma saman með vinum og fjölskyldu, njóta og syngja. Ekki þarf sönghæfileika til að taka þátt heldur snýst þetta um samveruna.
 
Endilega meldið ykkur  á Facebook viðburðinn til að við vitum hversu margir eru að koma.
Í sumar stendur Kraftur fyrir þremur viðburðum undir yfirskriftinni Krabbamein fer ekki í frí fyrir félagsmenn sína þar sem við höfum að megin markmiði að koma saman, njóta útivistar og líðandi stundar. Viðburðirnir eru bæði fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein sem og aðstandendur og er tilvalin stund fyrir vini og fjölskyldu að koma saman.
 
Krabbamein fer ekki í frí er vitundarvakning Krafts sem snýr að því að þótt fólk fari í sumarfrí þá fer krabbamein ekki í frí. Oft getur verið minni starfsemi og þjónusta yfir sumartímann hjá þjónustuaðilum sem sinna krabbameinsgreindum og aðstandendum. Við hjá Krafti höfum því tekið saman opnunartíma hjá ýmsum aðilum. Þótt þjónustan sé takmarkaðri þá skiptir máli að vita hvert maður getur leitað sér læknishjálpar, ráðgjafar og stuðnings.

Upplýsingar

Dagsetning:
8. júlí 2020
Tímasetning:
20:00 - 22:00
Vefsíða:
https://www.facebook.com/events/1603932169782040/