Skip to main content
Loading Viðburðir

« All Viðburðir

Lífið er núna helgi Krafts í Skagafirði.

14. apríl - 16. apríl

Ekki láta þessa helgi fram hjá þér fara – um er að ræða endurnærandi og ævintýralega helgi meðal jafningja, dagana 14. til 16. apríl þar sem gist verður á Hlín guesthouse. Lífið er núna helgin er endurnærandi og uppbyggjandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem þú færð tækifæri á að læra það hvernig þú getur tekist á við breyttar aðstæður í þínu lífi og kynnast öðrum í svipuðum sporum. Helgin er bæði hugsuð fyrir krabbameinsgreinda sem og aðstandendur.

Takmarkað pláss er í boði svo um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst með því að skrá sig hér! 

Þátttökugjaldið fyrir helgina er 3500 kr. á mann og er gisting, allur matur og dagskrá innifalið. 

„Þessi helgi var ómetanleg fyrir okkur sem par“, sagði aðstandandi krabbameinsgreindrar konu sem komu á eina Lífið er núna helgi.

Lífið er núna helgin er endurnærandi helgi fyrir félagsmenn Krafts þar sem við njótum þess að vera saman í fallegu umhverfi og byggjum okkur upp líkamlega og andlega.

Föstudagur  

  • 16:00 – Mæting á Hlín Guesthouse og fá herbergi úthlutað  (Rósanna og Viðar taka á móti hópnum í uppgerðum Steinsstaðaskóla þar sem þau reka gistiheimilið sitt í Skagafirði í fallegri og endurnærandi náttúru og eru huggulegir heitir pottar á svæðinu. 
  • 17:30 – Stefán Magnússon (Stebbi) framkvæmdastjóri Krafts, opnar helgina í matsalnum
    • Hvað viljið þið taka með ykkur úr helginni  Setjið ykkur ásetning/markmið fyrir helgina  Kynnumst og hristum hópinn saman. 
    • 18:00 – Notaleg stund í eldhúsinu, þar sem Anna Soffia Þórðardóttir meistarakokkur fer yfir matseðil helgarinnar.
  • 20:00 – Kvöldmatur ala Anna Soffía!
  • 21:00 – Sögustund og spilakvöld

Laugardagur  

  • 10:00 – Morgunmatur  ala Anna Soffía!
  • 11:00 – Öndun og léttar æfingar í umsjá Aðalheiðar Jensen frá Primal Iceland.
  • 13:00 – Hádegismatur ala Anna Soffía!
  • 14:00 – Sigríður Halldórsdóttir prófessor við Háskólann á Akureyri  fræðir okkur um ónæmiskerfið. Hvernig við styrkjum það og hvernig á að vera sterkari gegn streitu og álagi.
  • 16:30 – Ganga og útivist
  • 17:30 – Afslöppun og/eða pottatími
  • 19.00 – Kvöldmatur  ala Anna Soffía!
  • 21:00 – Kvöldvaka 

Sunnudagur  

  • 10:00 – Morgunmatur ala Anna Soffía og samantekt eftir helgina.
  • 13:00 – “Check-out” 

Nánari upplýsingar í gegnum kraftur@kraftur.org. 

Endilega heyrið í okkur í síma 866-9600 eða með því að senda póst á kraftur@kraftur.org ef þið hafið ekki kost á að keyra ykkur sjálf á áfangastað, við reynum þá að finna út úr því með ykkur

Upplýsingar

Byrjar:
14. apríl
Lýkur:
16. apríl

Viðburðahaldari

Kraftur Stuðningsfélag
Sími:
866 9600
Vefsíða:
www.kraftur.org

Staðsetning

Hlín guesthouse
Steinsstaðir
Varmahlíð, 560 Iceland
+ Google Map