
Lífið er núna hlaupið
4. september @ 10:00 - 13:00

Lífið er núna hlaupið verður haldið 4. september. Þá ætlum að við að koma saman og hlaupa til góðs og njóta líðandi stundar því lífið er núna.
Hlaupið fer fram við Elliðaárstöð þar sem skemmtidagskrá verður fyrir alla aldurshópa ásamt upphitunar fyrir hlaupin.
Hægt er að velja um þrjár vegalengdir með tímatöku:
- 10 km, 5 km og 1 km skemmtiskokk.
Þátttökugjald
5 og 10 km – 4.900 kr. og fylgir Lífið er núna hlaupabolur með
1 km skemmtiskokk – 1.500 kr. og fylgir Lífið er núna buff með
Hlaupið verður frá Elliðaárstöð austur í átt að Árbænum og fylgja 5 km og 10km hlaupin göngustígnum í kringum Elliðaárdalinn upp að brúnni við Breiðholtsbraut og aftur til vesturs niður að Vesturlandsvegi og líkur báðum leiðum aftur við Elliðaárstöðina.
Rástímar
10 km – ræst kl. 10:00
5 km – ræst kl. 10:30
skemmtiskokkið – ræst kl. 11:00
Skráning í hlaupið fer fram hér
Með því að taka þátt í Lífið er núna hlaupinu sýnir þú stuðning í verki með ungu fólki sem að greinst hefur með krabbamein. Þetta er frábær stund til að koma saman, hreyfa sig, fagna lífinu og láta gott af sér leiða.
Allur ágóði af hlaupinu rennur til Krafts sem styður við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Skemmtidagskrá verður auglýst síðar